Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Verbúð valin besta þáttaröðin

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsent - RÚV

Verbúð valin besta þáttaröðin

02.09.2021 - 20:24

Höfundar

Sjónvarpsþáttaröðin Verbúð í leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar, Björns Hlyns Haraldssonar og Maríu Reyndal var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Series Mania hátíðinni í Lille í Frakklandi í kvöld.

Hátíðin er ein sú virtasta í Evrópu á sviði leikinna sjónvarpsþátta. Vesturport framleiðir þættina í samstarfi við RÚV, ARTE og Turbine Studios.

Þættirnar, sem eru átta, fjalla á dramatískan hátt um afleiðingar kvótakerfis fyrir lítið þorp en fyrsti þátturinn verður frumsýndur á Rúv á 2. í jólum.

Gísli Örn tók við verðlaununum fyrir hönd Vesturports en með honum í för var dóttir hans Rakel María Gísladóttir. 

Tengdar fréttir

Sjónvarp

Verbúð í aðalkeppni franskrar sjónvarpsþáttahátíðar