Kvika - The River

Mynd: Kvika / The River

Kvika - The River

30.08.2021 - 18:25

Höfundar

Dúettinn Kvika, sem er skipaður þeim Kolbeini Tuma Haraldssyni og Guðna Þ. Þorsteinssyni, gaf út þriðju breiðskífu sína, The River, í byrjun sumars. Kvika hefur starfað með mannabreytingum frá árinu 2013 þegar fyrsta platan Seasons kom út og fékk ágætis viðtökur.

Uppsprettan að nafni plötunnar kemur að sögn Kviku úr þremur ólíkum áttum en var ákveðið við lokavinnslu hennar. Nafnið vísar til tveggja laga á plötunni en einnig  til aðstæðna Kvikumanna í Kraká í Póllandi, þar sem unnið var við lagasmíðar, og líka til lokausprettsins í sumarbústað á bökkum Blöndu í Austur-Húnavatnssýslu.

Sumarið 2019 lögðu liðsmenn Kviku, þeir Tumi og Guðni, land undir fót til Katowice og Krakár í Póllandi til að einbeita sér að lagasmíðum. Þar urðu til nokkur lög auk hugmynda sem hlóðust ofan á fyrri hugmyndir. Áin Visla er ákveðið einkenni Krakár og miðpunktur. Við þessa lengstu á Póllands er mikið mannlíf. Lagið The River og titill plötunnar er einmitt samið með Vislu í huga eftir nokkrar góðar stundir við ána. Það má því með sanni segja að Kvikumenn hafi sótt töluverðan innblástur til Póllands þar sem Kraká, Katowice og Varsjá koma líka við sögu. Lokaupptökurnar voru gerðar í bústað við Blöndu, þar sem innblástur fékkst frá fallegum niði árinnar. 

Plata vikunnar er The River frá dúettinum Kviku og verður spiluð í heild sinni ásamt kynningum á tilurð laganna eftir tíufréttir á Rás 2 auk þess að vera aðgengileg í spilara.

 

Mynd með færslu
 Mynd: Kvika - The River
Kvika - The River