Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Vara við trúverðugri hótun í Kabúl

29.08.2021 - 01:32
epa09433945 Taliban patrols outside the Hamid Karzai International Airport in Kabul, Afghanistan, 28 August 2021. The Taliban on 28 August, asked Afghan citizens to return, within a week, all the guns, ammunition, vehicles, and other government properties in their possession. He warned that if people fail to hand over the government properties, the violators would 'be prosecuted and dealt with legally, if government belongings are found' in their possession. The call for voluntary surrender of weapons and other government properties comes just as the Taliban are expected to announce their new government in Afghanistan before the 31 Aug August withdrawal deadline for international troops.  EPA-EFE/STRINGER
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Bandaríska sendiráðið í Kabúl biður bandaríska ríkisborgara í nágrenni við flugvöll borgarinnar að koma sér þaðan strax. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Í neyðartilkynningu sendiráðsins til Bandaríkjamanna í Afganistan segir að mjög ítarleg og trúverðug hótun um árás nærri flugvellinum hafi borist. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, greindi frá því fyrr í kvöld að leyniþjónustur teldu að reynt yrði að fremja hryðjuverk við flugvöllinn á næsta einum og hálfa sólarhringnum. Tugir létust í hryðjuverkaárásum við flugvöllinn á fimmtudag, þar af þrettán bandarískir hermenn. Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki lýstu yfir ábyrgð á árásinni.