Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekki vitað með ástand byssumannsins

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Lögreglan á Austurlandi sendi í nótt frá sér tilkynningu vegna vopnaða mannsins sem lögregla yfirbugaði seint í gærkvöld. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um klukkan tíu um mann vopnaðan skotvopni á Egilsstöðum. Hann var sagður hóta því að beita vopninu. Lögregla koma á vettvang og heyrðust skothvellir úr íbúðinni á meðan maðurinn var inni í húsinu. Auk þess skaut hann í átt að lögreglu, segir í tilkynningunni.

Þá var ekki vitað hvort fleiri væru í húsinu. Eftir um klukkustund kom maðurinn út úr húsinu, enn vopnaður byssunni, og skaut í átt að lögreglu. Þá varð hann fyrir skoti segir í tilkynningu lögreglunnar. Maðurinn fékk í kjölfarið aðhlynningu læknis og var síðar fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Ekki er vitað með ástand hans.

Lögreglan segist ekki geta tjáð sig frekar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Það fer nú til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara. 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV