Athugið þessi frétt er meira en 5 mánaða gömul.

Völvan valdi Jón Gnarr

Mynd: Menningin / RÚV

Völvan valdi Jón Gnarr

26.08.2021 - 15:45

Höfundar

Völuspá er nýjasta verkefni Jóns Gnarr, en hann túlkar Eddukvæði með sínu nefi á Þjóðminjasafni Íslands.

„Ég er sem sagt að ljúka mastersnámi við Listaháskóla Íslands í sviðslistafræðum og það varð niðurstaða mín að flytja Völuspá,“ segir Jón Gnarr í viðtali í Menningunni á RÚV.

„Völuspá valdi mig, finnst mér, eða völvan valdi mig. Frekar en að ég hafi valið hana. Ég held að það sé oft raunin, eins og til dæmis með hunda. Ég held  að gæludýr velji oft eigendur miklu frekar en eigendur velji gæludýr. Við bara trúum því að þetta séum við að velja gæludýr en ekki gæludýr að velja okkur.“

Hann segir að Völuspá eigi mikilvægt erindi við okkur á þessum tíma. „Þegar ég er að lesa hana og þegar ég er að hugsa um hana og þegar að ég er að kveða hana þá hugsa ég um hluti, það er verið að tala þarna um ragnarök og ég hugsa um heimsfaraldur covid og ég hugsa um loftslagsbreytingar og bara alls konar mjög aktúel hluti.“ 

Völuspá er nýjasta verkefni Jóns Gnarr, en hann túlkar Eddukvæði með sínu nefi á Þjóðminjasafni Íslands.
 Mynd: Menningin - RÚV

Verkefnið vann Jón með tónlistarmönnunum Hilmari Erni Agnarssyni og Hilmari Erni Hilmarssyni. Tónlistarkonurnar Urður, Verðandi og Skuld syngja og slá takt. 

„Ég hef náttúrulega mjög takmarkaða reynslu af músík þannig að þeirra þátttaka og leiðbeining hefur verið mér algjörlega ómetanleg. “

Jón hefur flutt frumútgáfur verksins við fyrri tækifæri. „Síðan er ég búinn að vera að fara á elliheimilin, bara einn míns liðs og kveða fyrir fólkið þar án undirleiks. Mín Völuspá, hún er texti, hún er boðskapur, heimspeki eða heimsmynd, hún er músík en hún er líka seyður.“

Jón Gnarr syngur Völuspá í Þjóðminjasafni Íslands 26., 27. og 28. ágúst.

Tengdar fréttir

Tónlist

„Við erum að fara að senda inn lag í Söngvakeppnina“

Tónlist

Tússaði nafn Ninu Haagen á gallabuxurnar sínar

Bókmenntir

Völuspá á jafn mikið erindi núna og fyrir þúsund árum

Leiklist

Sjálfsmyndin í svínakjötinu