Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Aron Einar með COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Aron Einar með COVID-19

23.08.2021 - 10:13
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hefur greinst með COVID-19. Þetta kom fram hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.

Í þættinum kemur fram að Aron Einar hafi smitast fyrir nokkrum dögum síðan og er nú í einangrun í hótelherbergi á Spáni þar sem lið hans, Al-Arabi, er í æfingabúðum. Ljóst er að um mikið áfall sé að ræða fyrir landsliðið enda þrír mikilvægir leikir framundan hjá íslenska liðinu í Undankeppni HM. 

Ísland mætir Rúmeníu fimmtudaginn 2. september, Norður-Makedóníu sunnudaginn 5. september og Þýskalandi miðvikudaginn 8. september. Allir leikirnir fara fram á Laugardalsvelli og verða í beinni útsendingu á RÚV.