Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kom til átaka í covid-mótmælum í Melbourne

epa09422744 Protesters are pepper sprayed by police during an anti-lockdown protest in the central business district of Melbourne, Australia, 21 August 2021.  EPA-EFE/JAMES ROSS AUSTRALIA AND NEW ZEALAND OUT
Lögreglan í Melbourne beitti meðal annars piparúða gegn mótmælendum Mynd: EPA-EFE - AAP
Þúsundir Ástrala hafa mótmælt sóttvarnatakmörkunum í héruðum landsins og hefur komið til átaka. Í Melbourne tókust lögreglumenn á við mótmælendur og beittu piparúða gegn mótmælendum sem höfðu brotist fram hjá lögreglu

Um 4.000 íbúar Melbourne mótmæltu eftir að ákvæði um útgöngubann innan Viktoríuríki var framlengt til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðinu. 218 mótmælendur voru handteknir og BBC greinir frá því að sjö lögreglumann hafi slasast í mótmælunum.

Í Brisbane í Queensland var einnig boðað til fjölmennra mótmæla sem voru þó friðsamlega fram.

Lögreglan í Viktoríuríki fordæmdi ofbeldið sem átti sér stað við mótmælin. „Þó að hluti mótmælenda hafi mótmælt með friðsamlegum hætti var meirihlutinn kominn til að beita ofbeldi,“ sagði talskona lögreglunnar við Sydney Morning Herald.

„Hegðunin sem lögregla varð vitni að var svo fjandsamleg og óvægin að lögreglan sá sér engra annara kosta völ en að svara með þeim ráðum sem til voru,“ sagði talskonan.

Hin handteknu verða sektuð fyrir brot gegn sóttvarnareglugerðum og þrír hafa verið kærðir vegna brota gegn valdstjórninni.