Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu

Mynd: Tónaflóð / RÚV

Bríet og Sturla Atlas frumflytja lag úr Rómeó og Júlíu

21.08.2021 - 20:13

Höfundar

Bríet og Sturla Atlas fluttu nýtt lag úr leiksýningunni Rómeó og Júlíu í Tónaflóði á RÚV. Bríet tekur þátt í leiksýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur.

Lagið heitir Kviksyndi og var frumflutt í Tónaflóði í Hörpu á RÚV, veglegri tónlistarveislu í beinni útsendingu á Menningarnótt. Þar komu fram, auk Bríetar og Sturlu Atlas, tónlistarfólkið Aron Can, Bubbi og Ragnhildur Gísladóttir.

Leiksýningin Rómeó og Júlía verður frumsýnd í Þjóðleikhúsinu 4. september. Ný tónlist leikur stórt hlutverk í leiksýningunni en fyrr í sumar kom út lagið Heiti King. Tónlistin í sýningunni kemur út í heild sinni á næstu vikum.

Sigurbjartur Sturla, eða Sturla Atlas, fer með hlutverk Rómeós og Ebba Katrín Finnsdóttir með hlutverk Júlíu. Bríet tekur þátt í sýningunni ásamt stórum leikhópi og tónlistarkonunni Sölku Valsdóttur. Leikstjóri er Þorleifur Örn Arnarsson sem hefur notið mikillar hylli erlendis, meðal annars í hinu virta Volksbühne-leikhúsi í Berlín í Þýskalandi. Þorleifur er nú kominn heim og genginn til liðs við nýtt listrænt teymi Þjóðleikhússins. Meðal fyrri sýninga Þorleifs eru Englar alheimsins og Njála.

Tengdar fréttir

Tónlist

Tónaflóð í Hörpu