Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Þúsundir flýja heimili sín í Norður-Kaliforníu

A home burns on Jeters Road as the Dixie fire jumps Highway 395 south of Janesville, Calif., on Monday, Aug. 16, 2021. Critical fire weather throughout the region threatens to spread multiple wildfires burning in Northern California. (AP Photo/Ethan Swope)
 Mynd: AP
Fleiri þúsund íbúar fjölmargra þorpa og smábæja hafa neyðst til að flýja skógareldana sem geisa í vesturhlíðum Sierra Nevada-fjallanna í norðanverðri Kaliforníu. Mjög hefur fjölgað í þeim hópi síðustu tvo daga þar sem eldarnir hafa magnast upp í heitum og þurru veðri og hlýjum vindum.

Stærstur er Dixie-eldurinn, enn sem fyrr, næst-stærsti skógareldur í sögu Kaliforníu, sem nú hefur brennt um 2.750 ferkílómetra skógar og gróðurlendis frá því hann kviknaði hinn 14. júlí. Öllu sunnar, um 80 kílómetra frá Sacramento, hafa um 16.000 manns þurft að flýja Caldor-eldinn sem kviknaði um næstliðna helgi og logar nú stjórnlaust á um 270 ferkílómetrum lands, þar sem byggð er öllu meiri en þar sem Dixe brennur. 

Viðvarandi þurrkar og hlýindi síðustu vikna og mánaða gera það að verkum að svörður og gróður eru víða skraufaþurr í vesturríkjum Bandaríkjanna og Kanada, þar sem skógar- og gróðureldar hafa logað allt frá Kaliforníu til Bresku Kólumbíu og allt norður til Yukon og Norðvestursvæðanna mánuðum saman.