Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skapandi stöðutaka í Hafnarhúsinu

Mynd: RÚV / RÚV

Skapandi stöðutaka í Hafnarhúsinu

18.08.2021 - 12:27

Höfundar

Samsýningin Iðavöllur stendur yfir í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Þar má sjá ný verk eftir fjórtán myndlistarmenn sem fengu aðeins eina fyrirskipun: að skapa.

„Þessi sýning er stöðutaka á ákveðinni kynslóð, fólki sem er fætt í lok áttunda og byrjun níunda áratugarins,“ segir Aldís Snorradóttir, sýningarstjóri sýningarinnar Iðavöllur sem stendur yfir í Hafnarhúsi. Titill sýningarinnar vísar í Völuspá, en á Iðavelli hittust æsir og sköpuðu heiminn.

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Verkin eru ólík innbyrðis en fjalla mörg um svipaða hluti.

„Þetta átti því að vera staður frumsköpunar. Það fengu allir frelsi til að gera það sem þeir vildu gera. En svo ósjálfrátt byrja verkin að tala saman og falla í eitthvað þema. Þau eru ólík innbyrðis en það eru margir að tala um svipaða hluti, til dæmis umhverfismál og jafnvel farið út í hamfarahlýnun,“ segir Aldís.

Fjallað var um Iðavöll í Menningunni og rætt við listamennina Önnu Rún Tryggvadóttur, Bjarka Bragason og Doddu Maggýju.

Tengdar fréttir

Tónlist

Skapandi greinar eru ört vaxandi svið samfélagsins

Myndlist

Ungur listamaður málar fyrir ókeypis pítsur á Hauganesi