Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Skrattar – Hellraiser IV

Mynd: Brynjar Snær / Skrattar

Skrattar – Hellraiser IV

16.08.2021 - 14:01

Höfundar

Platan Hellraiser IV er fjórða útgáfa Skratta. Platan markar tímamót hjá hljómsveitinni þar sem hún prófar sig þar áfram með fleiri tónlistarstefnur en elektróník.

Skrattar lýsa sjálfir tónlist sinni sem sígaretturokki með elektrónísku ívafi. Hljómsveitin hefur þegar byggt upp góðan aðdáendahóp og platan Hellraiser IV er fjórða útgáfa þeirra. 

Á plötunni eru 13 lög sem sum hver eru jafngömul hljómsveitinnni. Skrattar luku við að semja öll lögin fyrir tveimur árum og fóru þá í hljóðver og kláruðu upptökur. 

Glundroði, anarkía og kaldhæðni í bland við strangheiðarlega tjáningu eru orð sem má nota yfir tilfinninguna sem tónlistin vekur. Skrattar benda einnig á að á sænsku þýði orðið skrattar hlær og hljómsveitin getur því litið á sig sem hlæjandi djöfla. 

Plata vikunnar að þessu sinni er platan Hellraiser IV með Skröttum. Hún verður spiluð í heild sinni í kvöld með kynningum hljómsveitarmeðlima.