Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Sex létust í skotárásinni í Plymouth

12.08.2021 - 23:49
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Sex létust í skotárás í bresku hafnarborginni Plymouth í kvöld. Árásarmaðurinn er talinn hafa myrt fimm og síðan fallið fyrir eigin hendi.

Mikill viðbúnaður var þegar fólk heyrði skothríð upp úr klukkan sex að staðartíma í kvöld. Lögregla girti stórt svæði af og sjúkraþyrlur flugu á vettvang með sérþjálfaða lækna.

Lögregla staðfesti í kvöld að sex hefðu látist. Lögregla fann líka tveggja kvenna og tveggja karlmanna á vettvangi, þar fannst jafnframt lík þess sem talinn er hafa framið morðin. Kona lést af sárum sínum á sjúkrahúsi. Fyrr í kvöld hafði lögregla sagt að nokkrir væru látnir og fleiri með sár.

Lögregla heldur rannsókn sinni áfram. Ekki var um hryðjuverk að ræða.

Mynd með færslu
 Mynd: EBU
Brynjólfur Þór Guðmundsson
Fréttastofa RÚV