Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna

epa05182144 Spanish filmmaker Pedro Almodovar attends an event with Spanish artist Miquel Navarro (unseen) at the the ARCO Contemporary Art Fair in Madrid, Spain, 26 February 2016. The art fair runs from 24 to 28 February.  EPA/BALLESTEROS
 Mynd: EPA - EFE

Almodovar hafði betur gegn algrími samfélagsmiðlanna

12.08.2021 - 15:13

Höfundar

Spænski kvikmyndagerðarmaðurinn Pedro Almodovar gerði nú í vikunni þungorðar athugasemdir við beitingu samfélagsmiðlafyrirtækja á algrími til ritskoðunar efnis. Ljósmyndir af veggspjaldi fyrir nýjustu kvikmynd hans, „Madres Paralelas“ eða „Samhliða mæður“, voru fjarlægðar af miðlinum Instagram í upphafi vikunnar.

Veggspjaldið sýnir möndlulaga, svarthvíta mynd af mjólkurdropa sem hangir neðan úr geirvörtu.

Kvikmyndin fjallar um tvær konur, á ólíkum stað í lífinu, sem undirbúa fæðingu barna sinna á sömu fæðingadeildinni. Spænsku leikkonurnar Penelope Cruz og Aitana Sánchez-Gijón de Angelis leika aðalhlutverkin

Forsvarsmenn Facebook, eiganda Instagram, báðust í gær afsökunar með þeim orðum að þótt nekt væri almennt bönnuð á miðlum fyrirtækisins mætti hún sjást þar í „listrænum tilgangi“ eins og það var orðað.

Því hefðu færslur með veggspjaldinu verið opnaðar að nýju. Allar færslur með myndinni voru fjarlægðar í byrjun vikunnar sem kveikti mikla umræðu og dreifingu myndarinnar á samfélagsmiðlum. Margir notendur drógu áberandi hring um þann hluta hennar sem olli upphaflegu uppnámi algrímsins.

Almodovar þakkaði stuðninginn og dreifinguna með þeim orðum að tekist hafi að fá algrímið sem ákveður hvað sé dónalegt og móðgandi til að slaka á. Eftir það hafi myndin fengið að standa óáreitt.

Hann sagði mannkynið þurfa að halda vöku sinni og leyfa vélum ekki að ákveða hvað það gerir og gerir ekki.

„Algrím er ekki mannlegt, einu gildir hve miklum upplýsingum það sankar að sér, því vex aldrei aldrei hjarta og það öðlast aldrei almenna skynsemi.“ Ætlunin er að frumsýna „Samhliða mæður,“ á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í septemberbyrjun. 

Tengdar fréttir

Menntamál

Ákvörðun um kvikmyndanám til LHÍ „vanhugsuð“

Kvikmyndir

Hangskvikmyndir fyrir sóttkvína

Innlent

Bjartsýnn á framtíð bíóferða þrátt fyrir erfiða tíma

Menningarefni

Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes