Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Ekki reyna að breyta Bassa Maraj

Mynd: RÚV / RÚV

Ekki reyna að breyta Bassa Maraj

09.08.2021 - 12:30

Höfundar

Raunveruleikastjarnan, rapparinn og áhrifavaldurinn Bassi Maraj samdi og flutti lag Hinsegin daga í ár. Lagið nefnist PRIDE og mun eflaust trylla nokkur dansgólf um ókomna tíð. Hann flutti það á Hátíðardagskrá Hinsegin daga sem flutt var á RÚV á laugardag.

Í fjarveru gleðigöngunnar í ár var ákveðið að setja saman litríka hinsegin hátíðardagskrá sem sýnd var á RÚV á laugardag. Þar komu fram þau Lay Low, Kita, Hörður Torfa, Götuleikhúsið, Gertrude and the Flowers, Kristjana Stefáns og djasshljómsveit, Dragdrottningin Heklina og loks Bassi Maraj sem flutti lagið Pride. Þar gerði hann hlustendum og áhorfendum fullljóst að það væri engin leið að breyta honum, því Bassi er eins og hann er.

Hér er hægt að horfa á þáttinn í heild sinni.

Tengdar fréttir

Tónlist

Gleðilega hinsegin daga og gleðileg blóm