Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Smit hjá starfsmanni hjúkrunarheimilisins Dyngju

06.08.2021 - 20:32
Dyngja hjúkrunarheimili á Egilsstöðum
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Einn starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hefur greinst með kórónuveiruna. Allir heimilismenn og nær allir starfsmenn voru skimaðir í dag. Þetta staðfestir Arney Eir Einarsdóttir, deildarstjóri Dyngju, við fréttastofu.

Von er á niðurstöðum úr sýnatöku á morgun. Nokkrir starfsmenn eru þá komnir í sóttkví og hefur tímabundið heimsóknabann verið sett á.