Gleðilega hinsegin daga og gleðileg blóm

Mynd: RÚV / RÚV

Gleðilega hinsegin daga og gleðileg blóm

06.08.2021 - 15:24

Höfundar

Lay Low syngur lagið Gleðileg blóm á hátíðardagskrá Hinsegin daga sem fer fram í Gamla bíói. Þátturinn er sýndur í sjónvarpinu á laugardagskvöld í sárabætur fyrir gleðigönguna sem ekki verður gengin.

Það eru mörgum vonbrigði að gleðigangan verði ekki gengin annað árið í röð vegna heimsfaraldurs. Árlega hefur fólk safnast saman og fagnað fjölbreytileikanum, sjálfu sér og ástvinum en í ár verður að láta sér nægja að gleðjast í smærri einingum. Hinseginleikinn og fjölbreytnin eru þó ekki á förum og annað kvöld verður hátíðardagskrá Hinsegin daga sýnd á RÚV í sárabætur fyrir gönguskortinn. Þá gefst tækifæri til að skreyta sig regnbogalitum, koma sér fyrir í sófanum og fylgjast með einvala liði tónlistarfólks troða upp og alls konar fólki bregða á leik til heiðurs fjölbreytni.

Söngkonan Lay Low kemur fram á hátíðardagskránni og flytur lag sitt Gleðileg blóm. Á meðal þeirra sem fram ásamt Lay Low eru: Kita, Hörður Torfa, Götuleikhúsið, Gertrude and the Flowers, Kristjana Stefáns og djasshljómsveit, Dragdrottningin Heklina og loks Bassi Maraj sem flytur nýja lagið fyrir Hinsegin daga 2021

Kynnar kvöldsins eru Felix Bergsson og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir.

Hátíðardagskrá Hinsegin daga er á dagskrá á RÚV á laugardag klukkan 20:25.

Tengdar fréttir

Menningarefni

„Mig langaði frekar að vera prinsessan en prinsinn“

Menningarefni

„Terfismi á ekkert skylt við femínisma“