Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes

Mynd með færslu
 Mynd: Smalahundar.is

Stjörnutíkin Panda vann til verðlauna í Cannes

05.08.2021 - 09:57

Höfundar

Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika í bíómynd. En smalahundurinn, Panda, náði að skapa sér farsælan feril í heimi kvikmynda á sinni 12 ára ævi en hún dó í mars á þessu ári. Panda fór með hlutverk í þremur kvikmyndum, nú síðast í Lambinu sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í júlí.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag. Panda var af Border Collie-tegund og var hún í eigu Elísabetar Gunnarsdóttur og Aðalsteins Jóhannesar Halldórssonar. Þau rækta vinnuhunda á Ketilsstöðum. 

Panda var sögð hafa verið sérstaklega blíð og var fátt sem gat sett hana út af laginu. Elísabet segir í samtali við Fréttablaðið að persónueinkenni Pöndu hafi gert hana að góðum starfskrafti. Vind- og reykvélar ásamt margmenni á tökustað hafi ekki truflað Pöndu við störfin. 

Fyrsta verk Pöndu var þá íslenska kvikmyndin, Hrútar, eftir Grím Hákonarson, sem kom út árið 2015. Næst var það kvikmyndin Eurovision Song Contest; The Story of Fire Saga, sem hlaut mikla athygli á heimsvísu árið 2019. Síðasta verk Pöndu var því kvikmyndin Lamb (Dýrið) sem sýnd var í Cannes í sumar. 

Tengdar fréttir

Menningarefni

Norsk leikkona skyggði á stjörnur frönsku Ríveríunnar

Kvikmyndir

Dýrið heimsfrumsýnd á Cannes hátíðinni

Kvikmyndir

Rauða dreglinum velt fram á ný í Cannes