Klífur kletta til að gefa kindum

Mynd: RÚV / Svavar Steingrímsson

Klífur kletta til að gefa kindum

05.08.2021 - 16:03

Höfundar

„Þetta er hvergi lífshættulegt, en eins og annars staðar verður að fara gætilega,“ segir Svavar Steingrímsson, göngugarpur. Til fjölda ára hefur hann gengið á Heimaklett til að gefa kindunum brauð. Hann kallar þær til sín með sérstöku flauti.

Þær eru ófáar ferðirnar sem Svavar Steingrímsson, Eyjamaður og göngugarpur, hefur lagt í upp á Heimaklett. Hann tekur með sér brauð og kallar kindurnar til sín með sérstöku blístri.  

„Þetta er ekki fyrir lofthrædda og ég ráðlegg engum sem er lofhrædur að reyna að leggja af stað,“ segir Svavar en sumir komast upp en ekki aftur niður. „Og það er grafalvarlegt.“  

Það er um 283 metra hækkun upp að toppi klettsins. „Þetta er hvergi lífshættulegt en eins og annars staðar verður að fara gætilega,“ segir Svavar. Hann fer upp eftir allan ársins hring með brauðið en þó ekki í hvaða veðri sem er, hann geri kröfu á það.  

„Þær koma ekki allar þó ég kalli í þær, það eru nokkrar sem kæra sig ekkert um mig.“ Kindurnar þekkja hið sérstaka flaut Svavars og sækja í brauðið sem hann veitir þeim. „Þeim vantar ekkert að borða núna, það er nóg af grasi, en þær eru alltaf jafn sólgnar í brauðið.“ Margur hefur reynt að leika flautið eftir en engum tekist.  

 

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Svavar Steingrímsson
Kindurnar þekkja sérstakt flaut Svavars

Sumarlandinn verður á flakki í sumar og hittir landann fyrir í sínu náttúrulega umhverfi, uppi á fjöllum, úti í garði, inni í skógi og allt um kring. Sumarlandinn leitar uppi áhugaverða viðburði og skemmtilegar sögur. Sumarlandinn tekur líka lagið ef vel liggur á honum. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Gaman að geta kallað æðarfuglinn til sín

Menningarefni

Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum

Mannlíf

Fá aldrei nóg af óbyggðunum