Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Guðmundur og Birna Eik í efstu sætum hjá Sósíalistum

05.08.2021 - 08:44
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Guðmundur Auðunsson hagfræðingur skipar efsta sæti á framboðslista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi fyrir kosningar í haust. Birna Eik Benediktsdóttir framhaldsskólakennari er í öðru sæti, Ástþór Jón Ragnheiðarson þjálfari í þriðja og Arna Þórdís Árnadóttir verkefnastjóri skipar fjórða sætið.

Guðmundur hefur starfað í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins síðustu tvö árin. Hann lauk framhaldsnámi í alþjóðahagfræði og alþjóðastjórnmálafræði í Bandaríkjunum en bjó lengst af í London. Birna Eik situr einnig í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins. 

Listinn í Suðurkjördæmi er sá þriðji sem Sósíalistaflokkurinn birtir fyrir komandi kosningar. Áður var búið að birta lista í Reykjavík suður og í suðvesturkjördæmi.

Framboðslisti Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi
1. Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur
2. Birna Eik Benediksdóttir, framhaldsskólakennari
3. Ástþór Jón Ragnheiðarson, þjálfari og varaformaður ASÍ-UNG
4. Arna Þórdís Árnadóttir, verkefnastjóri
5. Unnur Rán Reynisdóttir, hárgsnyrtimeistari og -kennari
6. Þórbergur Torfason, sjómaður
7. Einar Már Atlason, sölumaður
8. Þórdís Bjarnleifsdóttir, nemi
9. Arngrímur Jónsson, sjómaður
10. Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, bifreiðastjóri
11. Bjartey Hermannsdóttir, móttökuritari
12. Pawel Adam Lopatka, landvörður
13. Sigurður Erlends Guðbjargarson, rafíþróttaþjálfari
14. Þórdís Guðbjartsdóttir, öryrki
15. Kári Jónsson, verkamaður
16. Bergljót Davíðsdóttir, blaðamaður
17. Elínborg Steinunnardóttir, öryrki
18. Stefán Helgi Helgason, atvinnurekandi
19. Finnbjörg Guðmundsdóttir, eftirlaunakona
20. Viðar Steinarsson, bóndi

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Guðmundur Auðunsson.