Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Gerard sá um Egypta - Frakkar í úrslit

epa09397129 France's team players celebrate their victory against Egypt in the Men's Semifinal match between France and Egypt during the Handball events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Yoyogi National Gymnasium arena in Tokyo, Japan, 05 August 2021.  EPA-EFE/TATYANA ZENKOVICH
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Gerard sá um Egypta - Frakkar í úrslit

05.08.2021 - 09:55
Vincent Gerard, markvörður franska karlalandsliðsins í handbolta, var maður leiksins þegar Frakkar tryggðu sér sæti í úrslitaleiknum, fjórðu leikana í röð. Þeir unnu Egypta í undanúrslitum 27-23 og mæta Danmörku eða Spáni í úrslitaleiknum.

 

Fyrri undanúrslitaviðureignin í handbolta karla var leikur Frakklands og Egyptalands. Frakkar urðu Ólympíumeistarar 2008 og 2012 og töpuðu gegn Dönum í úrslitaleiknum 2016, en Egyptar voru í fyrsta sinn komnir í undanúrslit leikanna. Þeir byrjuðu með miklum látum og komust í 5-1 áður en Frakkar, og þá ekki síst Vincent Gerard í markinu, vöknuðu og hófu að saxa á. Frakkar jöfnuðu í 9-9 og liðin skiptust svo á forystunni til leikhlés og 13-13 stóð í hléi.

Seinni hálfleikur var svo sama baráttan. Gerard varði áfram allt hvað af tók í markinu og Frakkar voru skrefinu á undan. Jafnt og bítandi sigu þeir framúr. Þeir voru 2-3 mörkum yfir fram á endasprettinn og Egyptar urðu að taka áhættu á endasprettinum. Sú áhætta borgaði sig ekki og Frakkar komust fimm mörkum yfir í lokin og unnu svo með fjögurra marka mun, 27-23. Frakkar leika því til úrslita á fjórðu leikunum í röð en Egypta bíður bronsviðureign á laugardag.

Frakkar mæta annað hvort Spáni eða Danmörku í úrslitaleiknum á laugardag.