Athugið þessi frétt er meira en 1 mánaða gömul.

Hillir undir að Íslendingar geti ferðast vestur um haf

04.08.2021 - 22:26
epa09227800 US President Joe Biden talks to the media before taking off in Marine One on the Ellipse at the White House in Washington, DC, USA, 25 May 2021. US President Joe Biden Departs White House for Delaware for a few hours Tuesday night.  EPA-EFE/TASOS KATOPODIS / POOL
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. Mynd: EPA-EFE - UPI
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hyggjast opna landamæri ríkisins fyrir bólusettu fólki frá flestum ríkjum heims. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag, miðvikudag, en ekki kom fram á fundinum hvenær reglurnar ættu að taka gildi.

Miklar hömlur hafa verið á ferðalög til Bandaríkjanna frá því faraldurinn lét fyrst á sér kræla. Evrópskir ferðamenn, þar á meðal Íslendingar, hafa til að mynda ekki verið velkomnir til landsins frá því í mars í fyrra nema eiga þangað brýnt erindi.

Fram kom á fundinum að embættismenn ynnu nú að nýjum reglum sem hefðu í för með sér að allir sem eru bólusettir fengju, með örfáum undantekningum, að ferðast til landsins.

 

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV