Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bolsonaro til rannsóknar

04.08.2021 - 21:48
epa07613377 Brazilian President Jair Bolsonaro takes part in the signing of the National Policy of Regional Development Decree, in Brasilia, Brazil, 30 May 2019.  EPA-EFE/Joedson Alves
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Hæstiréttur Brasilíu hefur úrskurðað að forseti landsins, Jair Bolsonaro, skuli sæta rannsókn fyrir órökstuddar fullyrðingar sínar um kosningasvik.

Forsetakosningar fara fram í landinu á næsta ári en Bolsonaro hefur í aðdraganda þeirra haldið því fram að vélar, sem notaðar eru til að kjósa, séu nýttar til að svindla. Hefur hann sagt að kosningunum verði aflýst ef úrbætur verða ekki gerðar.

Dómari komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri fótur fyrir fullyrðingum forsetans og bætist forsetinn nú í hóp stjórnmálamanna sem sæta rannsókn fyrir dreifingu falsfrétta í tíð ríkisstjórnar Bolsonaro.

Kosið verður til þings og forseta í Brasilíu í október á næsta ári. Fyrrverandi forseti landsins, Lula da Silva, mælist stærstur með mest fylgi í könnunum. Lula, sem var forseti frá 2003-2010, var fundinn sekur um peningaþvætti árið 2017 og dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi.

Dómurinn var umdeildur, en dómari í málinu, Sergio Moro, varð síðar ráðherra í ríkisstjórn Bolsonaro, núverandi forseta. Í nóvember ógilti Hæstiréttur dóminn.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV