Þá valdi Sigurbjörn Árni Arngrímsson besta þrautaíþróttafólkið og Einar Örn Jónsson valdi bestu línumennina í handboltanum. Í þættinum átti sér einnig stað furðulega djúp umræða um Kirgistan auk þess sem viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum voru gerð góð skil.
Íþróttavarpið er daglegt hlaðvarp sem starfsfólk íþróttadeildar sendir daglega frá Tókýó meðan á Ólympíuleikunum stendur. Auk þeirra Einars og Sigurbjörns er umsjónarfólk hlaðvarpsins þau Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og María Björk Guðmundsdóttir.
Hlaðvarpinu er útvarpað alla virka daga á Rás 2 klukkan 18:10 og má heyra upptöku af þætti dagsins hér í RÚV-spilaranum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.
Það er officialt. Ég er lúði https://t.co/c2ogOYzGen
— Sigurbjörn Árni Arngrímsson (@sarngrim1) August 3, 2021