Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Warholm, þrautafólk, línumenn og Kirgistan

epa09391096 Gold medalist Karsten Warholm of Norway poses on the podium during the Medal ceremony after the Men's 400m Hurdles final during the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 03 August 2021.  EPA-EFE/JEON HEON-KYUN
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Warholm, þrautafólk, línumenn og Kirgistan

03.08.2021 - 20:38
Hið tilþrifamikla heimsmet Norðmannsins Karsten Warholm í 400 metra grindahlaupi var að sjálfsögðu til umfjöllunar í þrettánda þætti íþróttavarpsins frá Tókýó í kvöld.

Þá valdi Sigurbjörn Árni Arngrímsson besta þrautaíþróttafólkið og Einar Örn Jónsson valdi bestu línumennina í handboltanum. Í þættinum átti sér einnig stað furðulega djúp umræða um Kirgistan auk þess sem viðburðum dagsins á Ólympíuleikunum voru gerð góð skil.

Íþróttavarpið er daglegt hlaðvarp sem starfsfólk íþróttadeildar sendir daglega frá Tókýó meðan á Ólympíuleikunum stendur. Auk þeirra Einars og Sigurbjörns er umsjónarfólk hlaðvarpsins þau Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og María Björk Guðmundsdóttir.

Hlaðvarpinu er útvarpað alla virka daga á Rás 2 klukkan 18:10 og má heyra upptöku af þætti dagsins hér í RÚV-spilaranum. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitunum.

Tengdar fréttir

Ólympíuleikar

Frjálsíþróttafólkið sem fylgjast þarf með á ÓL

Ólympíuleikar

Snæfríður, Biles, nammi og kakkalakkar

Ólympíuleikar

Anton og Biles til umræðu í þætti dagsins frá Tókýó

Ólympíuleikar

Slefpróf á fjögurra daga fresti fyrir fjölmiðlafólk