Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum

Mynd: RÚV / RÚV

Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum

03.08.2021 - 16:10

Höfundar

Í Duus Safnahúsi í Reykjanesbæ er margt að sjá sem nærir andann og fræða sig um söguna og hafið.

Duus-húsalengjan í Reykjanesbæ er merkileg fyrir margar sakir. Þar má meðal annars finna listasafn, byggðarsafn og bátasafn.  

Í fyrsta salnum er uppsetning á verkum Steingríms Eyfjörð og ber sýningin heitið Tegundagreining. „Þetta eru bæði ný verk ásamt því þar sem listamaðurinn er að endurmeta gömul verk og setja í nýtt samhengi,“ segir Helga Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar.  

Tegundagreining er stærsta sýning sem listasafnið hefur sett upp. Verkin eru bæði í eigu einkasafna og annarra listasafna víða um land. Í kjölfar sýningarinnar hefur stór sýningarskrá verið gefin út svo gestir geti áttað sig betur á samhengi verkanna í salnum. „Steingrímur er svolítið þannig listamaður að maður þarf aðeins að setja sig inn í verkin. Ef maður vill, maður getur líka bara labbað um og upplifað fegurð.“  

Einn elsta bíósal landsins er einnig að finna í Duus-húsum. Hann er á forræði menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Uppsetningin er samstarfsverkefni Listasafns Reykjanesbæjar og menningarfulltrúans þar sem þau opnuðu salinn sem sýningarrými í sumar og auglýstu eftir umsóknum. Þau voru í mestu vandræðum með að velja úr umsækjendum. „Viðbrögðin voru svo góð, fóru fram úr okkar björtustu vonum. Við munum því algjörlega halda áfram að vera með þetta verkefni í gangi,“ segir Helga.  

„Það er full þörf á því að hafa stað þar sem fólk getur sýnt en líka að staðurinn geti þróað með sér myndlist.“ 

Duus-húsin bjóða fólki að næra andann hvar sem áhugasvið þeirra liggur, segir Helga, hægt sé að fræða sjálfan sig um söguna og hafið.  

Tengdar fréttir

Myndlist

Daufi kokkurinn á Dalvík er sá allra besti

Mannlíf

Fá aldrei nóg af óbyggðunum

Tónlist

Sjómannsdóttir fékk langþráð símtal frá Vitafélaginu

Mannlíf

Notar lúpínu til að lita silki