Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Boeing Starliner skotið í átt að geimstöðinni í dag

epa09388478 A handout photo made available by the NASA shows A United Launch Alliance Atlas V rocket with Boeing's CST-100 Starliner spacecraft aboard is rolled rolled out of the Vertical Integration Facility to the launch pad at Space Launch Complex 41 ahead of the Orbital Flight Test-2 (OFT-2) mission, at Cape Canaveral Space Force Station in Florida, USA, 02 August 2021. Boeing's Orbital Flight Test-2 will be Starliner's second uncrewed flight test and will dock to the International Space Station as part of NASA's Commercial Crew Program. The mission, currently targeted for launch at on 03 August, will serve as an end-to-end test of the system's capabilities.  EPA-EFE/NASA/Joel Kowsky HANDOUT MANDATORY CREDIT: (NASA/Joel Kowsky) HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - NASA
Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing hyggst senda ómannað Starliner far að alþjóðlegu geimstöðinni á morgun, þriðjudag. Farinu verður skotið frá Canaveral höfða í Florida klukkan ríflega fimm síðdegis að íslenskum tíma.

Búist er við að ferð farsins að geimstöðinni taki um sólarhring. Ríflega helmings líkur eru á að af geimskotinu geti orðið, veðurhorfur á höfðanum eru þokkalegar en þó gæti brugðið til beggja vona.

Farið ber um 180 kíló af ýmsum búnaði og vistum ætluðum áhöfn geimstöðvarinnar og verður sent til baka með annað eins.

Ætlunin var að skjóta farinu af stað á föstudag en því var frestað eftir að óvænt kviknaði á brennurum rússneskrar geimferju nýtengdrar við geimstöðina sem varð til að hún færðist nokkuð úr stað.

Geimferðir Boeing og SpaceX áætlun auðkýfingsins Elons Musk hafa verið í uppbyggingu í um tíu ár og byggja á milljarða Bandaríkjadala samningi Bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA við fyrirtækin. 

SpaceX er komið nokkuð lengra á leið en í desember síðastliðnum varð að snúa Starliner-fari Boeing til jarðar þar sem því tókst ekki að tengjast geimstöðinni.

Bilun í hugbúnaði var um að kenna en NASA fann 80 atriði sem Boeing þurfti að laga. Nú ríkir bjartsýni í herbúðum NASA að vel gangi enda sé Starliner frábært farartæki. Búist er við að margt megi læra af þessarri fyrstu geimferð þess.