Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

35 fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19

Mynd með færslu
 Mynd: Bjarni Rúnarsson - RÚV
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast síðasta sólarhring, en alls voru 35 manns fluttir með sjúkrabíl vegna COVID-19. Þar af voru tólf fluttir vegna COVID-19 í nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna gruns um innbrot í skóla í Vesturbæ skömmu fyrir miðnætti. Aftur kom svo tilkynning um eignaspjöll og rúðubrot í skóla í sama hverfi síðar í nótt. Ekki fengust upplýsingar um hvort um sama skóla ræðir.

Um klukkan tvö í nótt var svo maður fluttur með sjúkrabifreið á bráðadeild eftir rafskútuslys. Maðurinn féll af hjólinu og slasaðist á fæti. Hann er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis, er fram kemur í dagbók lögreglu.