Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Tyrkland: Slökkvilið glímir enn við ógurlega skógarelda

02.08.2021 - 05:18
epa09385841 A firefighters try put out the wildfires at the rural of Marmaris district of Mugla, Turkey, 01 August 2021. At least seven people have died in the wildfires raging in Turkey’s Mediterranean towns, the Turkish health ministry confirmed on 01 August 2021.  EPA-EFE/ERDEM SAHIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Barátta slökkviliðsmanna við skógarelda heldur áfram í Tyrklandi. Ferðafólk hefur neyðst til að forða sér frá vinsælum áfangastöðum við ströndina. Eldhafið hefur þegar heimtað nokkur mannslíf.

Slökkviliðsmenn berjast enn við skógarelda á sjö stöðum í Tyrklandi en tekist hefur að slökkva 120 elda. Vitað er að átta manns hafa farist í eldunum.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að um helgina var ferðafólk í strandbæjunum Bodrum og Marmaris sótt þangað af hafi á bátum því eldhafið teygði sig í átt að ströndinni. Himinninn yfir þessum hluta Tyrklands er eldrauður. 

Rannsókn stendur yfir á hvort einhverjir skógareldanna hafi verið kveiktir af ásettu ráði og hefur einn grunaður verið handtekinn.