Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Simone Biles í úrslitum á jafnvægisslá

epaselect epa09376480 US Gymnast Simone Biles watches from the stands at the start of the Women's All-Around final during the Artistic Gymnastics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Ariake Gymnastics Centre in Tokyo, Japan, 29 July 2021.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Simone Biles í úrslitum á jafnvægisslá

02.08.2021 - 09:07
Bandaríska fimleikasambandið hefur staðfest að fimleikakonan Simone Biles verði á keppendalistanum á morgun þegar keppt verður til úrslita á jafnvægisslá fimleikakeppninnar á Ólympíuleikunum í Tókýó. Biles hafði áður dregið sig úr keppni á hinum áhöldunum þremur; gólfi, stökki og tvíslá.

Simone Biles hefur verið á allra vörum síðustu vikuna eftir að hún dró sig úr keppni í fjölþraut kvenna á leikunum í Tókýó. Hún vildi setja andlega heilsu sína í forgang og hefur fengið mikið lof fyrir.

Bandaríkin verða því með tvo keppendur á jafnvægisslánni, að minnsta kosti eins og er, því Sunisa Lee keppir einnig á morgun.