Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Nýjar reglur um fullbólusetta ferðamenn til Bretlands

epa08293896 A quiet Terminal 5 at Heathrow Airport in London, Britain, 14 March 2020. The future of British Airways and other airlines is under threat as global travel is significantly down due to the Coronavirus. The International Air Transport Association (IATA) on 13 March said losses of global airliners will likely exceed its earlier estimate of 113 billion US dollars.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fullbólusettir Bandaríkjamenn og fólk frá ríkjum Evrópusambandsins þurfa ekki lengur að sæta sóttkví við komuna til Bretlands. Forsvarsmenn flugfélaga kalla eftir því að fleiri lönd komist á grænan lista í landinu.

Þessar nýju reglur tóku gildi klukkan fjögur í nótt að breskum tíma og eiga við um fólk frá löndum sem eru appelsínugul á lista Sóttvarnastofnunar Evrópu.Ferðafólki frá rauðmerktum löndum ber að sæta tíu daga einangrun á sóttkvíarhóteli hver svo sem bólusetningarstaða þess er.

Breska ríkisútvarpið greinir frá því að forsvarsmenn flugfélaga fagni þessarri ákvörðun mjög en fari fram á að fleiri löndum verði bætt á þennan græna ferðalagalista. Miklar hömlur hafi skaðað flugfélögin mjög og stöðugleika sé orðið þörf.

Ferðalangar til Bretlands þurfa þó að fara í sýnatöku eða PCR-próf fyrir brottför og aftur á öðrum degi eftir komuna þangað. Strangari reglur gilda enn um Frakkland en ferðafólk þaðan þarf enn að sæta sóttkví þrátt fyrir fulla bólusetningu.

Grant Shapps samgönguráðherra Bretlands segir þá reglu verða endurskoðaða fyrir vikulok.