Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þyrla kölluð út vegna mótorhjólaslyss á Ströndum

01.08.2021 - 13:52
Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Björgunarsveitir í Árneshreppi voru kallaðar út í hádeginu vegna mótorhjólaslyss sem varð á Ströndum.

Björgunarsveitir eru komnar á vettvang og sjúkrabíll einnig, en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg er einn slasaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.

Veður á svæðinu er gott og aðstæður fyrir björgunarfólk góðar, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg.

Uppfært klukkan 14.50

Þyrla Gæslunnar lenti við Landspítalann rétt fyrir klukkan 15.

andriyv's picture
Andri Yrkill Valsson
Fréttastofa RÚV