Athugið þessi frétt er meira en 12 mánaða gömul.

Smit hjá starfsmanni á Grund

01.08.2021 - 14:42
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Starfsmaður á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Grund greind­ist með kór­ónu­veiruna í gær. Þegar eru tveir heim­il­is­menn og einn starfsmaður með veiruna.

Mbl.is greindi fyrst frá. Póstur var send­ur til starfs­manna Grund­ar þar sem fram kemur að starfsmaður­inn hafi síðast mætt til vinnu á föstu­dag. Nokkr­ir heim­il­is­menn sé vegna þessa komn­ir í sótt­kví og hafa aðstand­end­ur heimilisfólks verið látn­ir vita. Aðeins einn ann­ar starfsmaður lenti í sótt­kví vegna smits­ins. 

Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, segir í samtali við fréttastofu að starfsmaðurinn sé við góða heilsu og ekki hafi þurft að gera sérstakar ráðstafanir í kjölfar smitsins, aðrar en að kalla á mannskap í stað starfsmanna sem eru smitaðir eða í sóttkví. 

Gísli Páll segir ennfremur að ekki verði skimað frekar í dag á Grund, það hafi verið talið of snemmt í dag og verði því gert á morgun.