Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Pfizer og Moderna hækka verð bóluefna sinna

epa08856436 (FILE) - An undated handout made available by the German pharmaceutical company Biontech shows a hand holding an ampoule with BNT162b2, the mRNA-based vaccine candidate against COVID-19, in Mainz, Germany (reissued 02 December 2020). Britain?s Medicines & Healthcare Products Regulatory Agency (MHRA) granted on 02 December the authorization for emergency use of the Pfizer/BioNTech coronavirus vaccine BNT162b2.  EPA-EFE/BIONTECH SE / HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - BIONTECH SE
Nýjasti afhendingarsamningur um covid-bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna til Evrópusambandsins leiðir í ljós að verðið á hverjum skammti hefur hækkað. Sambandið stefnir að því að stærstur hluti fólks verði fullbólusettur innan skamms.

The Financial Times greindi frá þessu í dag en eftir verðhækkunina kostar hver skammtur af bóluefni Pfizer nú 19,50 evrur eða sem nemur tæpum 2.900 krónum. Verðið var áður 15,50 evrur á skammt.

Verðið á bóluefni Moderna fór upp í 21,50 evrur fyrir einn skammt úr 19 en hafa ber í huga að upphaflega var upphaflega samið um að hver skammtur skyldi kosta um 24 evrur.

Framleiðandinn lækkaði verðið vegna þess hve mikið Evrópusambandið pantaði af bóluefni.  Sambandið lýsti því yfir í maí að það byggist við að hafa fengið yfir milljarð skammta bóluefna frá fjórum framleiðendum fyrir septemberlok.

Í yfirlýsingu sambandsins síðastliðinn þriðjudag sagði að ætlunin væri að 70% af íbúum ríkja þess yrðu fullbólusett fyrir lok sumars.