Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Konan sem slasaðist í Úlfarsfelli komin á sjúkrahús

Mynd með færslu
 Mynd: Landhelgisgæslan - RÚV
Kona sem slasaðist í vesturhlíðum Úlfarsfells í kvöld er komin á sjúkrahús. Meiðsl hennar eru minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Aðgerðir til bjargar konunni hófust um áttaleytið í kvöld. Talsverður viðbúnaður var við björgunina en lið frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, björgunarsveitir úr Landsbjörg auk þyrlu Landhelgisgæslunnar komu að verki.

Aðstæður eru erfiðar þar sem konan slasaðist, hamrar og býsna bratt auk þess sem þoka gerði þyrlunni erfitt um vik. Að lokum tókst giftusamlega að hífa konuna um borð og flytja hana á spítala. 

markusthth's picture
Markús Þ. Þórhallsson
Fréttastofa RÚV