Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Bætti 26 ára gamalt heimsmet um 17 sentímetra

epa09385490 Yulimar Rojas of Venezuela competes in the Women's triple jump final during the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 01 August 2021.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Bætti 26 ára gamalt heimsmet um 17 sentímetra

01.08.2021 - 12:57
Yulimar Rojas frá Venezúela setti nýtt heimsmet í þrístökki á Ólympíuleikunum í Tókýó í dag.

Rojas sem er ríkjandi heimsmeistari í greininni stökk 15,67 metra og bætti þar með met Úkraínukonunnar Inessa Kravets frá árinu 1995 sem var 15,50 metrar um 17 sentímetra. Rojas hefur unnið ein verðlaun á leikunum áður þegar hún vann silfur í þessari grein árið 2016 í Ríó.