Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Vanti raunverulegan vilja til að laga aðstöðumun kynja

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Vanti raunverulegan vilja til að laga aðstöðumun kynja

31.07.2021 - 11:35
Leikmenn í meistaraflokki kvenna í fótbolta hjá Þór/KA þurfa sjálfar að standa straum af kostnaði við liðið sem leikmenn meistaraflokks karla þurfi ekki að gera. Móðir leikmanns í kvennaliðinu segir að eina sem þurfi til að breyta þessu sé raunverulegur vilji.

Augljós skekkja

Foreldrar stúlkna sem leika með liðinu vöktu athygli á málinu með færslum á samfélagsmiðlum. Hildur Friðriksdóttir er móðir stúlku í liðinu og segir að það sem vakti fyrir foreldrunum hafi verið að varpa ljósi á þennan aðstöðumun kynjanna í meistarflokki í fótbolta. Hildur segir að þar sé augljós skekkja.
„Stelpurnar eru endalaust að þrífa íbúðir, þær eru í vörutalningum, þær eru að selja hitt og þetta, þær sjá um veitingasöluna á heimaleikjum meistarflokks karla,“ segir Hildur.

Jafnréttismál

Hildur segir að hún hafi upplifað ákveðna vörn hjá stjórnendum félagsins og fengið svör á þá leið að svona væri þetta bara. 

„Þá veltir maður fyrir sér að sérstaklega þegar við erum komin í meistaraflokk, þá erum við komin á það stig að við erum að tala um hálfgerða atvinnumennsku. Og við erum náttúrulega bæði með lög um jafnan rétt karla og kvenna. Síðan erum við líka með nýleg lög sem kveða á um jafnlaunavottun fyrirtækja. Nú þegar þetta er orðin atvinnumennska má segja að íþróttafélögin séu orðin vinnuveitandi,“ segir Hildur.

Eina sem þurfi sé raunverulegur vilji 

Hildur segir að því sé ekki hægt að firra íþróttafélögin þeirri ábyrgð að jafna hlut kven- og karlleikmanna hjá liðum sínum. „Það er svolítið svekkjandi þegar umræðan er á þá leið að þetta sé eitthvað lögmál eins og það sé ekki hægt að breyta þessu,“ segir Hildur og heldur áfram: „Við vitum að það er vel hægt að breyta þesssu, það eina sem þarf er raunverulegur vilji.“

Tengdar fréttir

Jafnréttismál

„Við erum stöðnuð í jafnréttismálum“

Fótbolti

„Þetta myndi gera mikið fyrir íslenskan kvennafótbolta“

Fótbolti

UEFA setur meiri pening í kvennafótboltann