Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Lærisveinar Vésteins náðu í Ólympíugull og silfur

epa07883566 Daniel Stahl of Sweden competes in the men's Discus final of the IAAF World Athletics Championships 2019 at the Khalifa Stadium in Doha, Qatar, 30 September 2019. EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Lærisveinar Vésteins náðu í Ólympíugull og silfur

31.07.2021 - 12:34
Svíinn Daniel Ståhl vann gull í kringlukasti karla á Ólympíuleikunum í Tókýó þegar hann kastaði 68,90 metra. Silfrið tók samlandi hans Simon Pettersson en Véstenn Hafsteinsson þjálfar þá báða.

Annað kast Ståhl reyndist lang lengst, 68,90 metrar, og tryggði honum gullið. Simon Pettersson kastaði lengst 67,39 í fimmta kasti. Þetta eru fyrstu Ólympíuverðlaun beggja en Ståhl er ríkjandi heimsmeistari í greininni. Bronsið tók Austurríkismaðurinn Lukas Weisshaidinger þegar hann kastaði 67,07 metra.

Vésteinn þjálfar sömuleiðis sænska kúluvarparann Fanny Roos sem keppir til úrslita í kúluvarpi á morgun.