Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kórónuveiran dreifir sér um Kína

epa08215111 A doctor checks oxygen saturation of a patient at Jinyintan Hospital, designated for critical COVID-19 patients, in Wuhan, Hubei province, China, 13 February 2020. The city, the epicenter of the novel coronavirus outbreak, reported 13,436 new cases of COVID-19 on 12 February only, after the city combed communities for patients and expanded the capacity to take them in. The disease caused by the SARS-CoV-2 has been officially named Covid-19 by the World Health Organization (WHO). The outbreak, which originated in the Chinese city of Wuhan, has so far killed at least 1,369 people with over 60,000 infected worldwide, mostly in China.  EPA-EFE/YUAN ZHENG CHINA OUT
 Mynd: EPA-EFE - FeatureChina
Kórónuveiran heldur áfram að valda usla í Kína, þeim versta um margra mánaða skeið. Yfirvöld grípa til mjög harðra sóttvarnaráðstafana, jafnvel þótt ekki greinist mjög mörg smit.

Í dag tilkynntu kínversk heilbrigðisyfirvöld að fimmtíu og fimm ný tilfelli hefðu komið upp í Fujian héraði og Chongqing-borg. 

Þar býr ríflega þrjátíu og ein milljón manna. Þegar höfðu yfirvöld greint frá nýrri útbreiðslu smita af Delta-afbrigðinu í fjórum héruðum öðrum og í höfuðborginni Beijing. 

Yfir tvö hundruð ný smit víðsvegar um landið eru talin eiga uppruna sinn í austurhluta Jiangsu-héraðs. Níu starfsmenn á alþjóðaflugvellinum í Nanjing-borg, höfuðborgar héraðsins, greindust smitaðir 20. júlí síðastliðinn. 

Borgaryfirvöld fyrirskipuðu að öllum þeim stöðum í borginni sem laða að sér ferðamenn skuli vera haldið lokuðum vegna útbreiðslunnar. Hundruð þúsunda íbúa héraðsins hafa mátt búa við útgöngubann um hríð og allir íbúar borgarinnar hafa tvisvar farið í sýnatöku. 

Um ein og hálf milljón íbúa borgarinnar Zhangjiajie í Hunan-héraði sæta nú útgöngubanni eftir að smitað fólk sótti leiksýningu í borginni. Borgarstjórnin ákvað einnig að loka öllum þeim stöðum sem ferðamenn sækja að jafnaði en hún er vinsæll viðkomustaður.

Hluti kvikmyndarinnar Avatar var tekin upp við sérstæða kletta sem einkenna borgina og laða að ferðamenn. 

Á fimmta tug þúsunda í hverfi einu í höfuðborginni Beijing var gert að halda sig heima eftir að tvö smit greindust á fimmtudaginn var.