Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ekkert nýtt smit á Ási

31.07.2021 - 09:46
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Ekkert nýtt covid-smit greindist meðal heimilisfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði þegar það var skimað í gær. Starfsmaður Áss greindist með covid í vikunni og því voru 33 heimilismenn og tveir starfsmenn skimaðir. Áfram verður lokað fyrri heimsóknir á Ási.

Þrjú smit hafa greinst undanfarið á hjúkrunarheimilum sem rekin eru undir hatti Grundarheimilanna. Auk smitsins á Ási greindust tveir heimilismenn á Grund í Reykjavík fyrir níu dögum. Þeir eru í einangrun og líðan þeirra góð miðað við aðstæður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Grundarheimilunum.