Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Smit á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði

30.07.2021 - 09:36
Mynd með færslu
 Mynd: Kristi Blokhin - Shutterstock
Starfsmaður hjúkrunarheimilisins Áss í Hveragerði hefur greinst með kórónuveirusmit. Hann var síðast í vinnu á miðvikudag, samkvæmt tilkynningu frá forstjóra Grundarheimilanna.

Þar segir að unnið sé að málinu í samráði við smitrakningarteymið og aðra viðeigandi aðila, með sýnatöku heimilisfólks og starfsfólks eftir því sem við á. Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á meðan unnið er að skimun og greiningu á hugsanlegu útbreiddu smiti.

Tveir heimilismenn Grundar í Reykjavík greindust fyrr í vikunni og eru í einangrun. Líðan þeirra er góð miðað við aðstæður og þeir eru einkennalausir, segir í tilkynningu Grunarheimilanna.