Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Saied Túnisforseti tilnefnir nýjan innanríkisráðherra

30.07.2021 - 05:17
epa09365583 (FILE) - Tunisian President Kais Saied speaks during the launch of Tunisia's first satellite 'Challenge-1', which was created by the Telnet telecommunications group, in Tunis, Tunisia, 22 March 2021 (Reissued 25 July 2021). On 25 July 2021 following protests in multiple cities against the government's handling of the COVID-19 pandemic, Tunisian President Kais Saied anounced that he is relieving Prime Minister Hicham Mechichi, freezing the Parliament and suspending its members immunity, and assuming control of the executive authority with the assistance of a new Prime Minister to be selected at a later date.  EPA-EFE/MOHAMED MESSARA
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Kais Saied, forseti Túnis, tilnefndi í gær innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Ridha Gharsallaoui sem áður var öryggisráðgjafi ríkisins tekur nú við sem innanríkisráðherra en enn liggur ekki fyrir hver verði nýr forsætisráðherra.

Á sunnudaginn var vék Saied forsætisráðherra landsins úr embætti og sendi löggjafarþingið í frí. Andstæðingar forsetans segja hann hafa framið valdarán með því atferli sínu.

Undanfarið hefur verið róstursamt í Túnis, hávær mótmæli hafa verið uppi vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar varðandi kórónuveirufaraldurinn og vegna mikils atinnuleysis í landinu.