Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

María leiðir lista Sósíalista í Suðvesturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Sósíalistaflokkur Íslands
Sósíalistaflokkur Íslands hefur birt framboðslista sinn í Suðvesturkjördæmi vegna þingkosninga í haust. María Pétursdóttir, myndlistarkona og öryrki, skipar efsta sæti listans og Þór Saari, fyrrverandi þingmaður Hreyfingarinnar, er í öðru sæti. Agnieszka Sokolowska bókavörður og Luciano Dutra þýðandi skipa þriðja og fjórða sæti.

Framboðslistinn var valinn af hópi félaga í Sósíalistaflokknum sem voru valdir með slembivali. Það er sama fyrirkomulag og var notað fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar og verður notað við uppröðun á alla lista fyrir þingkosningar og næstu sveitarstjórnarkosningar.

Framboðslistinn í Suðvesturkjördæmi er fyrsti listinn sem Sósíalistaflokkurinn birtir fyrir komandi þingkosningar.

María er formaður málefnastjórnar Sósíalistaflokksins og hefur starfað innan MS-félagsins og Öryrkjabandalags Íslands. 

Framboðslistinn

 

 1. María Pétursdóttir, myndlistakona/öryrki
 2. Þór Saari, hagfræðingur
 3. Agnieszka Sokolowska, bókavörður
 4. Luciano Dutra, þýðandi
 5. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarmaður og kvikmyndagerðarkona
 6. Hörður Svavarsson, leikskólastjóri
 7. Nanna Hlín Halldórsdóttir, nýdoktor
 8. Sæþór Benjamín Randalsson, matráður
 9. Ingibjörg Ýr Jóhannsdóttir, rannsóknarlögreglumaður og stjórnsýslufræðingur
 10. Tómas Ponzi, garðyrkjubóndi
 11. Sara Stef. Hildardóttir, upplýsingafræðingur
 12. Agni Freyr Arnarson Kuzminov, námsmaður
 13. Zuzanna Elvira Korpak, námsmaður
 14. Sigurður H. Einarsson, vélvirki
 15. Silja Rún Högnadóttir, myndlistarnemi
 16. Alexey Matveev, skólaliði
 17. Elísabet Freyja Úlfarsdóttir, námsmaður
 18. Arnlaugur Samúel Arnþórsson, garðyrkjumaður
 19. Kolbrún Valvesdóttir, starfsmaður i heimaþjónustu
 20. Baldvin Björgvinsson, framhaldsskólakennari
 21. Elsa Björk Harðardóttir, grunnskólakennari og öryrki
 22. Jón Hallur Haraldsson, forritari
 23. Brynhildur Yrsa Valkyrja Guðmundsdóttir, leikskólakennari
 24. Gísli Pálsson, mannfræðiprófessor
 25. Erling Smith, tæknifræðingur og öryrki
 26. Sylviane Lecoultre, iðjuþjálfi