Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Óska eftir aðstoð við sýnatöku vegna mikilla anna

Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins óskar eftir fólki sem getur aðstoðað við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli og á Suðurlandsbraut. Ekki er gerð krafa um menntun á sviði heilbrigðisvísinda.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Mikið álag er á heilbrigðis- og velferðarþjónustunni um þessar mundir í kjölfar þess að smitum fór að fjölga í samfélaginu. Svo mikill hefur fjöldi sýna verið að síðustu daga hefur ekki tekist að birta staðfestar heildartölur yfir covid-smit klukkan 11:00 eins og venjan er.

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins annast sýnatöku einstaklinga sem þurfa samkvæmt fyrirmælum sóttvarnarlæknis eða einkennum að fara í skimun. Einnig sér heilsugæslan um sýnatöku vegna ferðalaga erlendis.