Athugið þessi frétt er meira en 4 mánaða gömul.

Lýsa vantrausti og einelti innan Menntamálastofnunar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Niðurstöður könnunar sem gerð var í vor á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sýnir að þrettán prósent af starfsfólki Menntamálastofnunar segist hafa orðið fyrir einelti í starfi undanfarið ár og fjórðungur kveðst hafa orðið vitni að slíku.

Fréttablaðið greinir frá þessu í dag og að ríflega sextíu af hundraði starfsmanna Menntamálastofnunar beri ekki traust til forstjórans Arnórs Guðmundssonar og yfirstjórnar stofnunarirnnar.

Starfsmenn hafi ítrekað óskað eftir umbótum. Svarhlutfall var 98%. Heimildir Fréttablaðsins herma að þrír starfsmenn hafi sagt upp störfum meðal annars vegna stjórnunarvanda, stefnuleysis, skorts á yfirsýn og eineltistilburða forstjórans.

Orð eins og ógnarstjórnun og þöggunarmenning eru nefnd í því samhengi. Ráðuneytið hefur ráðið mannauðsfyrirtæki til að meta heilsufar starfsmanna og gera áætlun til umbóta.

Forstjóri Menntamálastofnunar staðfestir í samtali við blaðið að málið sé í vinnslu án þess að vilja tjá sig frekar um það.