Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Johansson stefnir Disney fyrir samningsbrot

epa05852078 US actress/cast member Scarlett Johansson poses during the red carpet event for the world premiere of the movie 'Ghost in the Shell' in Tokyo, Japan, 16 March 2017. The movie based on a Japanese manga will be screened across the
 Mynd: EPA

Johansson stefnir Disney fyrir samningsbrot

29.07.2021 - 19:38

Höfundar

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur stefnt Walt Disney-samsteypunni fyrir samningsbrot. Johansson leikur aðalhlutverk í nýrri stórmynd fyrirtækisins um svörtu ekkjuna, Black Widow.

Myndin átti að koma út í fyrra en útgáfunni var frestað vegna heimsfaraldurs. Þegar hún var loks gefin út í síðasta mánuði var hún samtímis gerð aðgengileg á streymisveitunni Disney+.

Í stefnunni segir að samið hafi verið við leikkonuna um hlutdeild í miðasölutekjum myndarinnar. Með því að gera myndina aðgengilega á streymisveituna samtímis dragist miðasölutekjur saman til muna og við það verði Johansson af háum fjaárhæðum.

Lögmaður leikkonunnar segir að fyrirtækið skýli sér bak við heimsfaraldur og nýti tækifærið til að svíkja leikara um háar fjárhæðir. Johansson hafi gefið fyrirtækinu mörg tækifæri til að rétta hlut sinn.

Kvikmyndahús hafa átt í síharnandi samkeppni gagnvart streymisveitum og heimsfaraldurinn hefur aðeins þyngt róðurinn. Síðustu sextán mánuði hafa stóru framleiðslufyrirtækin í Hollywood farið ólíkar leiðir við útgáfu mynda sinna og gjarnan gefið þær út samtímis á streymisveitum og í kvikmyndahúsum, eins og raunin var í tilfelli Svörtu ekkjunnar.

Þetta er ekki fyrsta kjaradeilan sem sprettur upp úr því. Wall Street Journal greinir frá því að Warner-stúdíóið hafi greitt leikurum og öðrum aðstandendum mynda yfir 200 milljónir dala til að bæta þeim upp tapaða hlutdeild í miðasölutekjum, eftir að fyrirtækið ákvað að fara sömu leið.