Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Dómíníski tónlistarmaðurinn Johnny Ventura látinn

Mynd með færslu
 Mynd: EPA

Dómíníski tónlistarmaðurinn Johnny Ventura látinn

29.07.2021 - 08:29

Höfundar

Dóminíski tónlistarmaður Johnny Ventura er látinn 81 árs að aldri. Ferill Ventura spannaði meira en sextíu ár og hlaut hann fjölmörg verðlaun á löngum tónlistarferli.

Ventura, sem hét réttu nafni Juan de Dios Ventura Soriano, naut gífurlegra vinsælda og var þekktur fyrir líflega sviðsframkomu. Hann kom fram, ásamt hljómsveitinni Combo show, og þótti vinna brautryðjendastarf þegar hann blandaði saman einkennum rokktónlistar við hefðbundna merengue- og salsatónlist.  Fyrir utan farsælan tónlistarferil var Ventura einnig borgarstjóri Santó Dómíngó á árunum 1998-2000. 

Forseti Dóminíska lýðveldisins, Luis Abinader, hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts tónlistarmannsins.