Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Breiðablik mætir Aberdeen í 3. umferð

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

Breiðablik mætir Aberdeen í 3. umferð

29.07.2021 - 20:06
Breiðablik mun mæta skoska liðinu Aberdeen í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Blikar tryggðu sig áfram í keppninni eftir 2-0 sigur á Austria Wien í Kópavogi í kvöld.

Fyrri leikur liðanna endaði með jafntefli í Vínarborg og því allt opið fyrir leikinn sem fram fór í kvöld. Blikar fengu sannkallaða draumabyrjun þegar Kristinn Steindórsson kom þeim yfir á 6. mínútu eftir sendingu frá Höskuldi Guðlaugssyni. Strax á 24. mínútu var Breiðablik svo komið í 2-0 eftir mark frá Árna Vilhjálmssyni og staðan því vænleg í hálfleik. 

Blikar héldu tveggja marka forystunni vel þar til á 68. mínútu í seinni hálfleik þegar Dominik Fitz kom Austria Wien aftur inn í leikinn. Lengra komst þó austurríska liðið ekki og lokatölur 2-1 og samtals 3-2 fyrir Breiðablik í einvíginu. 

Fyrir leikinn var vitað að sigurlið einvígisins myndi mæta Aberdeen frá Skotlandi en liðið endaði í 4. sæti skosku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Valur og FH léku einnig í forkeppninni í kvöld en lutu í lægra haldi fyrir Bodö/Glimt og Rosenborg og Evrópuævintýrið því úti hjá þeim þetta tímabilið. 

Tengdar fréttir

Íslenski fótboltinn

Evrópuævintýrið á enda hjá Val og FH