Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tíu ára gamall draumur rættist á Wagner-hátíðinni

Mynd með færslu
 Mynd: Selma Guðmundsdóttir - Facebook

Tíu ára gamall draumur rættist á Wagner-hátíðinni

28.07.2021 - 18:24

Höfundar

Þessa dagana fer fram hin árlega Wagner-hátíð í Bayreuth, en hún telst ein virtasta tónlistarhátíð Þýskalands. Íslenski baritonsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með einsöngshlutverk á hátíðinni en aðeins hefur einn Íslendingur hlotið þann heiður áður.

Tónlistarhátíðin var sett sunnudagskvöldið 25.júlí og stendur hún til 28.ágúst. Hátíðin er helguð tónskáldinu Wagner og var hún fyrst haldin árið 1876. Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlutverk í verkinu Tannhäuser sem var frumsýnt í gær en æfir jafnframt fyrir frumsýningu nýrrar uppfærslu Niflungahringsins á næsta ári. Aðeins hefur einn Íslendingur, Tómas Tómasson, komið fram á hátíðinni að sögn Selmu Guðmundsdóttur, píanóleikara og formanns Wagnerfélagsins á Íslandi. 

Ákvað fyrir áratug að stefna á hátíðina

Ólafur Kjartan æfir nú í allt að tólf til þréttan klukkustundir á dag, sex daga vikunnar. Hann segir hvern dag vera eins og í lygasögu í Bayreuth. Ólafur Kjartan fékk sitt fyrsta Wagner-hlutverk árið 2009. Fyrir tíu árum ákvað hann síðan að einn dag myndi hann fá hlutverk Alberich í Niflungahringnum og viti menn; nú stendur til að frumsýna verkið næsta sumar og fer hann með draumahlutverk sitt. 

„Allir sem syngja Wagner, stefna á óperuhúsið í Bayreuth. Ég fékk mitt fyrsta Wagner-hlutverk árið 2009 þegar ég söng Lohengrin í óperuhúsinu í Lúxemborg. Síðan hefur þeim farið fjölgandi. Svo varð það nú svo, í meira alvöru en gríni, að ég segi við son minn að einn daginn ætli ég að syngja Alberich í Bayreuth. Það tók tíu ár og þetta er stórt skref fyrir mig, “ segir Ólafur Kjartan. 

Kominn með samning í Bayreuth næstu árin 

Söngferli Ólafs Kjartans í Bayreuth lýkur þó ekki eftir hátíðina en hann er kominn með samning næstu árin í tengslum við hlutverk hans í Niflungahringnum. 

„Þetta er bara gríðarlega dýrmætt fyrir mig og minn litla feril. Þegar hátíðin í Bayreuth er komin á ferilskránna getur enginn þurrkað hana út. Hátíðin er bæði áfangastaður og byrjun á einhverju nýju, “ segir Ólafur Kjartan sem var nýbúinn að ljúka æfingu dagsins þegar fréttastofa ræddi við hann. 

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Tónlistin í Seinfeld loksins gefin út

Innlent

Bareigendur á fullu að bóka tónlistarmenn fyrir kvöldið

Tónlist

Tónlistarmenn bera saman hljóðgervla sína