Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ökumaðurinn reyndist Covid-smitaður

Mynd með færslu
 Mynd: Bogi Ágústsson - RÚV
Ökumaður bíls, sem valt við gatnamót Bústaðavegar og Flugvallarvegar í gærkvöldi, reyndist smitaður af COVID-19 og átti að vera í einangrun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.

Ekki er vitað um meiðsl ökumannsins að svo stöddu en hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar og þaðan í sóttvarnarhús. 

 

Mynd: Bogi Ágústsson / RUV
Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV