Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Múmíur, strandbær og dómkirkja bætast á heimsminjaskrá

epa09371812 The parish priest Francisco Rodriguez Lara speaks in the Franciscan Conventual Complex Cathedral of Our Lady of the Assumption, in the state of Tlaxcala, Mexico, 25 July 2021 (issued 27 July 2021). With traces of the evangelization and colonization of the territories of New Spain, the Franciscan Conventual Complex The Monastery and Cathedral of Our Lady of the Assumption of Tlaxcala, central Mexico, reached its inscription on the Unesco World Heritage List on 27 July 2021.  EPA-EFE/Hilda Rios
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Fjölgað hefur nokkuð á heimsminjaskrá UNESCO, Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Meðal þess sem heimsminjanefndin ákvað að skyldi bætast á skrána eru dómkirkja í Mexíkó, forn stjörnuathugunarstöð í Perú og múmíur í Síle.

Heimsminjanefndin heldur nú ársþing sitt í borginni Fuzhou í Kína, en samskipti fara þó að mestu fram gegnum fjarfundabúnað.

Yfir þrjú hundruð múmíur karla, kvenna og barna, sem taldar eru yfir sjöþúsund ára gamlar eru varðveittar í norðurhluta Síle. Þær eru því tvöþúsund árum eldri en múmíur Egyptalands.

Nefndin skilgreinir þær nú sem heimsminjar, líkt og sögufræga bæjarhluta gyðinga í þýsku borgunum Mainz, Worms og Speyer. 

Franski strandbærinn Nice er nú kominn á heimsminjaskrána og eins 2.300 ára gamla Chanquillo-stjörnuathugunarstöðin sem stendur á fjallstindi um 400 kílómetra frá Lima, höfuðborg Perú.

Tlaxcala-dómkirkjan í Mexíkó bættist einnig á heimsminjaskrá UNESCO en þar sneru Evrópumenn frumbyggjum landsins til kristni forðum daga. Í síðustu viku bætti heimsminjanefnd UNESCO ellefu heilsulindum í sjö löndum á heimsminjaskrána. 

Á heimsminjaskrá UNESCO er að finna menningar- og náttúruminjar af ýmsu tagi um allan heim. Fyrstu minjarnar vor samþykktar inn á skrána árið 1978 sem nú telur á tólfta hundrað minja en rúmlega fimmtíu eru í hættu að hverfa af henni.

Þeirra á meðal eru Stonehenge á Englandi, Everglades-þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum, gamla borgin í Jerúsalem og veggir hennar og regnskógar í Madagaskar.

Gamla hafnarsvæðið í Liverpool á Englandi, ein helsta miðstöð verslunarveldis breska heimsveldisins á 18. og 19. öld, var fjarlægt af skránni í ár. Þingvellir, Surtsey og Vatnajökulsþjóðgarður eru á heimsminjaskrá UNESCO.