Athugið þessi frétt er meira en 10 mánaða gömul.

Íslenskum ríkisborgurum hleypt um borð án covid-prófs

28.07.2021 - 22:36
Mynd með færslu
 Mynd: Freyr Arnarson - RÚV
Íslenskum ríkisborgurum, sem ekki framvísa vottorði um neikvætt covid-próf, verður hleypt um borð í flugvélar Icelandair sem eru á leið til Íslands. Farþegar verða þó upplýstir um að þeir gætu verið sektaðir við komuna til landsins. Slík sekt getur numið 100 þúsund krónum. Erlendum ríkisborgurum, sem ekki geta framvísað slíku vottorði, verður hins vegar ekki hleypt um borð í flug á leið til Íslands.

Greint var frá því fyrr í dag að flugfélagið Play myndi ekki fljúga með farþega til Íslands sem ekki gætu framvísað neikvæðri niðurstöðu úr sýnatöku. Það gildir jafnt um íslenska sem erlenda ríkisborgara. Í tilkynningu frá Play kemur fram að ákvörðunin sé tímabundin og tekin með öryggi farþega og áhafna í huga.